Þegar ökumenn, bílar þeirra og samfélög eru samstillt verður heimur okkar að betri stað. Uppgötvaðu akstur sem er snjallari, öruggari, einfaldari og mjög spennandi.
SNJALL HREYFANLEIKI
HUGAÐRI AKSTUR Í GEGNUM LÍFIÐ
ENDURSKILGREINING Á AKSTRI OKKAR
Snjallhreyfanleiki
Ímyndaðu þér að fara í gegnum lífið með meiri gleði, sjálfstrausti og tengingu við heiminn í kringum þig. Hjá Nissan nær Intelligent Mobility yfir þrjú kjarnasvið nýsköpunar sem ráða því hvernig bílar eru knúnir, er ekið og samþættir þjóðfélaginu. Allt frá bílum sem skutla þér og leggja sjálfir við þjóðveginn sem hlaða rafbílinn þinn við akstur, þetta er allt í nánustu framtíð. Framtíðin er þegar farin að taka á sig mynd í þeim Nissan bílum sem þú ekur í dag.
Nissan snjallakstur
Við ökum í sameiningu
Brátt geturðu eignast bíl sem er laus við alla streituvalda og felur aðeins í sér hreina unun. Hann getur sótt þig, stýrt í mikilli umferð og fundið bílastæði sjálfur. Og þegar þú þrýstir á hnapp veitir hann þér aftur stjórn við stýrið. Hann getur jafnvel átt samskipti við aðra bíla og gangandi vegfarendur. Nissan er að prófa sjálfvirkan akstur á almennum vegum í dag, sem þýðir að þessi bylting í akstursupplifun er rétt handan við hornið.

Qashqai ryður brautina fyrir hreyfanleika framtíðarinnar
Árið 2017 mun Nissan Qashqai með ProPilot Assist verða fyrsta ökutæki okkar í Evrópu sem búið er sjálfvirkri tækni. Fyrstu gerðinni með ProPilot Assist verður rennt úr hlaði í Japan á þessu ári. Hinn nýi Qashqai getur ekið sjálfvirkt og á öruggan máta á einni akrein í mikilli umferð á þjóðveginum.
Nýsköpun sem er til staðar fyrir þig
Þú getur þegar ekið Nissan bílum með tækni sem hagar sér eins og félagi sem hefur auga með hlutunum fyrir þig. Í sumum tilvikum getur sú tækni hjálpað þér að forðast vanda. Snjalleiginleikar á borð við blindhornaviðvörun er aðeins eitt af mörgum atriðum öryggishjúpstækninnar. Nissan bílar eru einnig með búnað sem tengir þig við umheiminn.
Snjallafl
Saman notum við rafmagn
Nissan LEAF, sem söluhæsti rafbíll heims, er að endurskilgreina aflið sem þig þyrstir í á bak við stýrið. LEAF gerir betur en nánast allir bílar með 100% tafarlaust tog og enga kolefnislosun. Hann er sönnun þess að sjálfbærar samgöngur þurfi ekki að gefa eftir hvað akstursánægju varðar. Forysta Nissan á sviði rafbíla þýðir að fyrirtækið hefur skuldbundið sig til að fjölga gerðum ökutækja með enga losun og veita þannig einstakt, hreint og hljóðlátt afl til sífellt fleira fólks á heimsvísu.


HÁMÖRKUN Á AFLI
Rannsóknir eru stöðugt í gangi hjá Nissan og unnið er að því að gera rafbílarafhlöðuna eins háþróaða og skilvirka og völ er á. Þriðju kynslóðar 30 kWh rafhlaðan með bættum innviðum og auknum afköstum fór nýlega í framleiðslu fyrir LEAF. Nissan er einnig að kynna nýtt ‘Second Life’ dótturfyrirtæki sem sinna mun endurvinnslu á rafhlöðum.
BROSTU VIÐ AKSTURINN
Eigendur LEAF vita hve auðvelt er að skipta yfir í rafbíl. Stingdu honum í samband eins og farsímanum þínum yfir nóttina og þú vaknar með fullhlaðinn bíl, allt reiðubúið. Með tafarlausu togi og liprum viðbrögðum er alltaf skemmtilegt að aka LEAF. Það skemmir svo ekki fyrir að vita að hver ökuferð bætir heiminn.
Nissan e-NV200: RAFMAGNAÐU REKSTURINN ÞINN
Rafbíll getur augljóslega dregið úr kostnaði við rekstur fyrirtækjabílsins. Ekki þarf að kaupa bensín og viðhaldskostnaðurinn er mun lægri. En ýmislegt annað kemur á óvart. e-NV200 er svo hljóðlátur og hreinn að þú getur ekið út vörum að næturlagi og fengið aðgang að vernduðum svæðum og svæðum innandyra. Að notast við umhverfisvænsta fjöldaframleidda sendibílinn á markaðnum sendir frábær skilaboð til viðskiptavina þinna, þú ert hygginn, skilvirkur og hlakkar til bjartrar framtíðar.
Snjallsamþætting
Saman erum við öflug
Vistkerfi sem nær yfir ökumenn, bíla og samfélagið er lykilatriði ef skapa á hreinni og öruggari heim. Við hjá Nissan gegnum lykilhlutverki við að skilgreina hvernig vegir framtíðarinnar munu líta út, allt frá umferðarstjórnunarkerfum til opinberrar hleðslu og samnýtingar á bílum. Við höfum einnig skuldbundið okkur til að gera þessa innviði aðgengilega fyrir alla.


Hleðslustöðvar fyrir rafbíla
Nissan er í forystu við þróun á hleðsluinnviðum. Fyrirtækið er með rúmlega 2.300 hraðhleðslustöðvar í Evrópu og er áætlað að sú tala nái 5.500 fyrir 2020. Nissan hefur skuldbundið sig til að gera sjálfbæran
akstur aðgengilegan þar sem hægt er. Fyrirtækið notfærir sér samstarf við skapandi fyrirtæki í því skyni.

Ökutæki í net
Nissan er að prufukeyra hagkvæmni bílsins í tengslum við rafnetið (V2G) í mismunandi borgum Evrópu, áður en frekari innleiðing fer fram innan álfunnar. Ökumenn hafa aðgang að endurnýjanlegum orkugjöfum, geta tengt rafbíla sína við netið þegar rafmagnið er ódýrara og notað rafmagnið sem er á rafhlöðu ökutækisins annaðhvort heima, við akstur eða jafnvel með því að selja það aftur netið.
*For terms and conditions relating to Nissan technologies please click here.