Verð frá
Verð frá
HVERS VEGNA NISSAN JUKE?
Kynntu þér hvers vegna Nissan JUKE er smájeppinn sem þú þarft til að upplifa spennandi akstur
HÁÞRÓUÐ TÆKNI
Nissan Intelligent Mobility breytir því hvernig þú ferðast í gegnum lífið. Það hjálpar þér að aka af auknu öryggi og veitir jafnframt meiri spennu og býður upp á betri tengingu við umheiminn. Upplifðu áræðnari og snjallari akstur strax í dag í Nissan JUKE. Smájeppi með Intelligent Mobility-tækni sem fylgist með öllu sem er að gerast í kringum þig og grípur inn í ef í óefni stefnir.
ENN ÁRÆÐNARI OG SNJALLARI
Hlaðinn búnaði til að auka akstursánægjuna með umlykjandi 360° hljóðupplifun, snjallri tækni og glæsilegum sérsniðseiginleikum sem ýta undir spennuna við kraftmikinn akstur.
LAGT Á HUGVITSSAMLEGAN HÁTT
Með Intelligent-umhverfismyndavélakerfinu hefur aldrei verið auðveldara að leggja. Kerfið veitir yfirsýn allt í kringum bílinn og hjálpar þér að leggja smájeppanum af öryggi hvar sem er.
DJÖRF HÖNNUN
MINNSTA MÁL AÐ BREIÐA ÚR SÉR
Rýmið í þessum smájeppa kemur á óvart. Pláss fyrir 5 farþega og farangur. Hægt er að fella niður sæti og rúmlega þrefalda farangursrýmið í Nissan JUKE. Einnig er hægt að aðlaga rýmið eftir hentugleika.
NJÓTTU ÚTSÝNISINS
Fáðu þinn lit á smájeppann og nýttu aukahluti til að tjá þinn stíl. Innblásin hönnun Nissan JUKE vekur athygli en þú ræður líka för með því að taka þátt í lokaútliti samkvæmt þínum þörfum og smekk.
ÞÚ RÆÐUR FÖR
Innanrými Nissan JUKE-smájeppans er fyrir fólk sem vill upplifa frelsi og tilfinningu fyrir því að vera á ferðinni, með sportlegum, bólstruðum sætum og mælum sem minna á mótorhjól. Með skvettu af skemmtilegum lit á jeppann úr hönnunarstúdíói Nissan fær sköpunargáfan að blómstra.
NJÓTTU FRÁBÆRRA HLJÓMGÆÐA
Glænýtt BOSE® PERSONAL®-hljóðkerfið í þessum smájeppa er ávinningur fyrir þá sem hafa unun af góðu hljóði. Það er búið sex hátölurum og þar af tveimur Ultra-Nearfield™-hátölurum sem eru felldir inn í höfuðpúða ökumannsins. Innfelldu BOSE®-hátalararnir í höfuðpúðanum eru sérstaklega hannaðir fyrir Nissan JUKE og skila óviðjafnanlegum og einstökum hljómburði, auk þess sem því fylgja fjölbreyttir stillingarmöguleikar til þess að ökumaður geti sérsniðið hljóðið eftir sínum óskum.