EIGINLEIKAR
Bose® Personal® – HLJÓMTÆKJUM
SÖKKTU ÞÉR
Í fyrsta skiptið frá einum virtasta framleiðanda hljómtækja kemur BOSE PERSONAL 360° hljóðkerfið með sex hátölurum, þar af tveimur Ultra-Nearfield™-hátölurum í höfuðpúða ökumanns. Fulkomleg samþætting stjórntækja gerir þér kleift að stilla hljóðsvið eins og þú villt. Sannir tónlista elskendur eiga eftir að falla fyrir BOSE PERSONAL.

EINN Í BÍLNUM?
Stilltu BOSE PERSONAL eftir augnablikinu og njóttu framúrskarandi skilum á uppáhald tónlistinni þinni.

AUKIN UMLUKNING
Stækkaðu tónsviðið fyrir dýpri tónlistar upplifun

Á KAF Í TÓNLISTINA
Viltu það besta? Stækkaðu tónsviðið í 360 gráða tónlistarupplifun.
SNJALLARI SAMÞÆTTING
VERTU ALLTAF TENGDUR
Þetta er heimurinn þinn, borgin þín, vinirnir þínir. Þökk sé Nissan Intelligent Mobility ertu alltaf tengdur við háþróaða eiginleika Micra.


SVEIGJANLEIKI
Veldu það sem hentar þér best, frá skjá- og hljóðkerfi með Apple CarPlay® og Android Auto® yfir í upplýsinga- og afþreyingarkerfi með NissanConnect.

USB
Notaðu USB-tenginguna til að hlusta á uppáhaldstónlistina þína á meðan þú hleður samhæf tæki.

Bluetooth
Hringdu eða svaraðu símtölum eða straumspilaðu tónlistina þína þráðlaust, allt með hendurnar á réttum stað – á stýrinu.

7" snertiskjárinn
7" snertiskjárinn í lit er skýr og þægilegur í notkun og býður upp á fulla samþættingu við samhæfa snjallsíma.
FYRSTA FLOKKS ÞJÓNUSTA TOM TOM
Fáðu tilkynningar beint í bílinn, eða leiðsögn að vinsælustu áfangastöðunum þínum eða tengiliðunum, beint úr vefviðmótinu eða Door-to-Door TomTom®-forritinu. Skipuleggðu ferðina fyrir fram í gegnum farsíma eða netið eða með leiðsögukerfinu í bílnum með Premium Traffic sem veitir þér nákvæmar upplýsingar um bestu leiðirnar með hliðsjón af umferð í rauntíma. Vertu alltaf með nýjustu upplýsingarnar með hjálp þráðlausra uppfærslna í gegnum snjallsímann þinn eða með því að tengjast heitum Wi-Fi reit.
*Sæktu forritið Door-to-Door Navigation TomTom® í snjallsímann til að fá aðgang að öllum kortunum þínum á háþróuðum NissanConnect-fjölsnertiskjánum.
*Leitið eftir nánari upplýsinga um virkni TOMTOMkerfa á Íslandi hjá sölufulltrúa

FRAMÚRSKARANDI AKSTURSHJÁLP NISSAN
HUGVIT SEM SÉST.
Ítarleg aksturshjálpin í MICRA er hönnuð til að lágmarka truflun og gera ferðina ánægjulegri með öllum upplýsingum sem þú þarft á að halda, þegar þú þarft á þeim að halda, á 5" TFT-skjá í mikilli upplausn. Fyrirhafnarlaust.
ÞÆGINDI OG BÚNAÐUR fyrir þig
SLAKAÐU Á OG NJÓTTU FERÐARINNAR

VERTU SVALUR
Micran er búinn sjálfvirkum loftkælingu til að viðhalda kjör hitastigi alltaf.

LYKLALAUST AÐGENGI
Að læsa og aflæsa Micru er leikur einn með lyklalausu aðgengi. Ekki þarf að gramsa í vösunum þegar hendurnar eru fullar lengur.

Start & Stop kerfi
Þökk sé Nissan Start & Stop kerfinu eyðir Micra ekki orku þegar hún er í kyrrstöðu, til dæmis á umferðarljósum. Vélin drepur á sér þangað til þú tekur aftur af stað.

Sæti sem vinna gegn þreytu,
Langferðir eða daglega amstrið, framsætin eru innblásin af geimförum og hönnuð af Nissan verkfræðingum, draga úr þrýstingi á bakinu og einstaklega þægileg.

hámarkshljóðeinangrun.
MICRA er hannaður með þægindi þín fyrir augum með sérstöku hljóðdempandi gleri og þykkari einangrönum
SESTU UPP Í Micra
Plássið í MICRA kemur á óvart.
RÝMI SEM LAGAR SIG AÐ ÞÉR
Leggðu niður sæti til að rýma fyrir meiri farangri eða stórum hlutum og notaðu hugvitssamlegar hirslurnar fyrir smáhlutina, t.d. hanskahólfið, 1,5 l flöskuvasa í hurðum, vasa á sætum, símahöldu með innstungu fyrir USB / 12 volta rafmagn og tvöfaldan glasahaldara á miðstokknum.
FRAMÚRSKARANDI TÆKNI
PASSAR UPP Á ÞIG
Nissan leggur mikla áherslu á öryggi með kerfisbundinni nálgun – sem höfð er að leiðarljósi við hönnun og þróun sérhvers bíls sem við búum til.

EFTIRLITSKERFI FYRIR ÞRÝSTING Í HJÓLBÖRÐUM
Haltu hjólbörðunum þínum í fullkomnu ástandi með eftirlitskerfi fyrir þrýsting í hjólbörðum til að ná fram sem mestum afköstum, sparneytni og öryggi. Viðvörun á mælaborðinu lætur þig vita þegar þrýstingur í hjólbarða fer niður fyrir eðlileg mörk svo að þú þurfir ekki að eyða óþarfa peningum í eldsneyti vegna aukins loftviðnáms af völdum loftlausra hjólbarða.

ISOFIX
Auðveldlega aðgengilegar ISOFIX festingar gera það að verkum að fljótlega og auðvelt er að setja barnabílstóla í Micra.

6 LOFTPÚÐAR
Ef þú lendir í árekstri sjá sex loftpúðar um að verja þig og farþega þína fyrir öðrum árekstri.

D-Laga stýri
D-laga stýrið hefur ekki aðeins sportlegt útlit, það titrar líka ef það skynjar að þú rekur út úr akreininni þinni.