Nissan Intelligent Mobility
PASSAR UPP Á ÞIG
NISSAN INTELLIGENT AKSTURSEIGINLEIKAR
Njóttu þess að aka um áhyggjulaus með ratsjá og myndavélar þér til halds og trausts. MICRA er búinn leiðandi öryggistækni í flokki sambærilegra bíla sem passar upp á þig heim að dyrum. Með aksturskerfum Nissan er eins og þú sért bæði með þriðja augað og sjötta skilningarvitið til að tryggja öruggan akstur hvern einasta dag.

INTELLIGENT-NEYÐARHEMLUN
AKREINASKYNJARI OG -LEIÐRÉTTING.
Þessi búnaður gefur frá sér sjónrænar viðvaranir og hljóðmerki, leiðréttir stefnuna og hemlar sjálfkrafa til halda þér innan akreinar ef bíllinn byrjar að aka út úr akrein án stefnuljóss.
Varar þig við
Leiðréttir stefnuna og hemlar sjálfkrafa

HUGVITSSAMLEG NEYÐARHEMLUN.
Þetta uppfærða kerfi greinir stöðugt hvort hlutir eða gangandi vegfarendur eru í veginum og sendir frá sér viðvörun og beitir hemlunum ef hætta er fram undan.
FÁÐU AÐSTOÐ ÞEGAR ÞÚ ÞARFT
NISSAN INTELLIGENT AKSTURSEIGINLEIKAR
Njóttu þess að aka um áhyggjulaus með ratsjá og myndavélar þér til halds og trausts. MICRA er búinn leiðandi öryggistækni í flokki sambærilegra bíla sem passar upp á þig heim að dyrum.

UMHVERFISMYNDAVÉLAKERFI NISSAN

GREININGUMFERÐARSKILTA

VIÐVÖRUN FYRIRBLINDSVÆÐI.

HÁLJÓSAAÐSTOÐ.
Í MICRA ER BÍLASTÆÐIÐ LEIKUR EINN
SNJALLT UMHVERFISMYNDAVÉLAKERFI NISSAN
Þætti þér betra ef það væri auðveldara að bakka í stæði? Bakkmyndavél er góðra gjalda verð þegar verið er að bakka. Aftur á móti er betra að sjá víðar en bara aftur fyrir sig þegar verið er að bakka í stæði. Þess vegna er MICRA búinn fjórum myndavélum sem bjóða upp a 360° útsýni yfir umhverfi bílsins og hægt er að kalla fram nærmyndir á skiptum skjá frá frammyndavél, afturmyndavél og hliðarmyndavélum til frekari skoðunar. Þá er gott að hafa í huga að sumar hindranir eru á hreyfingu (já, innkaupakerrur, við erum að tala um ykkur). MOD-hreyfigreining greinir umhverfi MICRA og gefur viðvörun ef hlutir á hreyfingu greinast í nágrenni við bílinn.
4 Myndavélar
360° útsýni

GREINING UMFERÐARSKILTA
Sjálfvirk greining umferðarskilta gerir þér kleift að halda þig innan hraðatakmarkana.

HÁLJÓSAAÐSTOÐ.
Lýsir upp dimman veg. Kerfið kveikir á háljósunum og beinir þeim tímabundið niður á við þegar öðrum ökutækjum er mætt.

VIÐVÖRUN FYRIR BLINDSVÆÐI.
Auktu útsýnið: Kerfið varar þig við ef bíll er staddur innan blindsvæðisins á ská út frá bílnum.
MICRA GERIR ÞIG AÐ BETRI ÖKUMANNI
NISSAN INTELLIGENT AKSTURSEIGINLEIKAR


BREKKUAÐSTOÐ.
Nú rennurðu ekki aftur á bak. Kerfið viðheldur hemlun í brekku þangað til bíllinn tekur af stað.
Beitir bremsum til að halda þér í akrein þinni
Viðheldur hemlun í 2 sekúndur

AKSTURSSTÝRING
AKSTURSSTÝRING beitir mjúkri hemlun til að koma í veg fyrir óþægilega hnykki á efri hluta líkamans þegar ekið er yfir ójöfnur og auka þægindi í akstri.

AKSTURSLÍNUSTÝRING
Aksturslínustýring eykur öryggi í beygjum. Hún beitir hemlun á hvert hjól fyrir sig til að halda bestu mögulegu línu í gegnum hverja beygju fyrir sig.
NÝJAR LEIÐIR TIL AÐ TENGJAST UMHEIMINUM
SNJALLARI SAMÞÆTTING

Þetta er heimurinn þinn, borgin þín, vinirnir þínir. Þökk sé Nissan Intelligent Mobility ertu alltaf tengdur við háþróaða eiginleika Micra.