X-Trail: Fjölskyldubíll með tengingarnar í lagi
Þér er ekkert að vanbúnaði að halda í ævintýraferð með fjölskyldunni á nýjum Nissan X-Trail. Sendu ferðaáætlun í X-Trail. Tengdu símann til að byrja að nota uppáhaldsforritin þín í gegnum Apple CarPlay® og Android Auto™ ¹. Þín bíður alls kyns framsækin tækni fyrir leiðsögn, upplýsinga- og afþreyingarkerfi og fleira á stórum 12,3" snertiskjá.²

Óslitin tenging
NISSANCONNECT SERVICES

Alls kyns þægindi
The NissanConnect Services app³ veitir þér fjaraðgang að alls kyns þægilegum eiginleikum X-Trail. Kannaðu hvort bíllinn er læstur og margt fleira.
NissanConnect þjónusta
UPPLÝSINGA- OG AFÞREYINGARKERFI

Apple Carplay og Android Auto
Wi-Fi í bílnum⁴ býður upp tengingu margrar tækja í einu, auk þess sem bíllinn er búinn USB-A og USB-C tengjum að framan og aftan. X-Trail dregur einnig úr snúrufarganinu með þráðlausu Apple CarPlay¹, og býður upp á þráðlausa hleðslu fyrir samhæfa snjallsíma.¹⁰ Android Auto er einnig í boði en um snúru.

Fylgstu með bílnum heima
Njóttu einstakra þæginda með því að stilla og stjórna búnaði í bílnum úr tæki með Google-hjálpara eða Amazon Alexa eða snjallsímaforriti.⁵ Meðal eiginleika sem eru í boði er að athuga hvort bíllinn sé læstur, blikka aðalljósunum og fleira.⁶
Wi-Fi í bílnum
Internettenging bílsins virkar sem heitur Wi-Fi-reitur⁴. Það gerir farþegum bílsins kleift að tengja allt að sjö mismunandi fartölvur, leikjatölvur, snjallsíma og spjaldtölvur með Wi-Fi í Nissan X-Trail og nálægt bílnum.


Sýndarhjálpari í bílnum
Talaðu við X-Trail með Alexa® Built-in eða Nissan-raddstjórnun ⁵ ⁷ ¹¹. Samhæfi við raddstýrt aðstoðarkerfi gerir þér kleift að tengjast og stjórna X-Trail með samtali.
Skipuleggðu ferðina þína og fylgstu með í X-Trail
LEIÐSÖGN OG AKSTUR

Finndu rétta leið með ítarlegum kortum og umferð í rauntíma⁸ sem hjálpa þér að forðast umferðarteppur. Hægt er að sjá nákvæma leiðsögn á 12,3" NissanConnect-skjánum², stafrænu mælaborðinu eða á sjónlínuskjánum.⁹

Akstursferill og -greining
Hér færðu nákvæmar upplýsingar um fyrri ökuferðir og eldsneytisnotkun. Þú getur einnig greint aksturslag þitt og vegalengdina sem þú ferð.
Taktu næsta skref
[1] Apple CarPlay og Android Auto eru í boði án endurgjalds, allt eftir gerð og/eða útfærslu. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Nissan eða í síma 525 8000
[2] 12,3" snertiskjár með mikilli upplausn er aðeins í boði í útfærslunni N-Connecta og yfir
[3] Þú þarft að vera með NissanConnect Services-notandareikning til að nota NissanConnect-þjónustu og þarft að skrá hann og þig inn á NissanConnect Services með notandanafni og aðgangsorði. Til að nota NissanConnect-þjónustuforritið, sem er í boði endurgjaldslaust, þarftu að eiga snjallsíma með samhæfu iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-korti með gagnaeiginleika, auk fyrirliggjandi eða nýrrar farsímaáskriftar hjá símafyrirtæki. Öll þjónusta er háð þjónustusvæði farsímakerfis.
[4] Wi-Fi tengingin í bílnum er háð áskrift sem þarf að greiða fyrir. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Nissan eða í [símanúmer/netfang].
[5] Viðskiptavinir þurfa að vera með Amazon- eða Google™-reikning og Wi-Fi eða 4G-tengingu til að nota þennan eiginleika.
[6] Tenging við farsíma til að hægt sé að nota NissanConnect skal eingöngu fara fram þegar bíllinn er kyrrstæður í öruggu bílastæði. Notkun kerfisins skal ávallt vera í samræmi við umferðarreglur. Ökumenn skulu eingöngu nota kerfið þegar aðstæður leyfa. Notendur skulu hafa í huga mögulega hættu á að handfrjáls búnaður dragi athyglina frá veginum og kunni að skerða fulla stjórn ökumanns á bílnum.
[7] Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess. Tiltekin virkni Alexa er háð snjalltækni. Alexa Built-in er í boði á Englandi, í Frakklandi, Þýskalandi, á Spáni og Ítalíu.
[8] Kort og umferð í rauntíma, fjarstýringarþjónusta og snjallar viðvaranir eru þjónusta sem er greitt fyrir en fylgja frítt með völdum bílum með NissanConnect-þjónustu í þrjú ár. Frekari upplýsingar er að finna á síðunni yfir tengda bíla á þessu vefsvæði eða í bæklingi viðkomandi bíls. Frekari upplýsingar fást hjá söluaðila Nissan eða í [símanúmer/netfang].
[9] Sjónlínuskjár er hentugur eiginleiki sem birtir lykilupplýsingar á framrúðunni þannig að þú getir haft þær í sjónmáli á meðan þú heldur fullri athygli á veginum.
[10] Hannað samkvæmt Qi-hleðslustaðlinum og fínstillt fyrir Qi-vottuð tæki. Fyrir tæki sem ekki eru Qi-vottuð kann þráðlaus hleðsla að vera takmörkuð
[11] Alexa Built-In fæst á tungumálunum FR, DE, ES, IT, EN í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, á Ítalíu, Spáni, Írlandi og í Austurríki
Myndir og lýsingar eru aðeins til viðmiðunar. Í sumum tilvikum eru myndirnar af bílum sem ekki eru ætlaðir íslenskum markaði og vísa ekki til tiltekinnar bílgerðar, útfærslu eða tilboðs. Búnaðurinn sem er sýndur er hugsanlega ekki í boði, er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða er aðeins í boði sem aukabúnaður. (gegn aukagjaldi)