NÁTTÚRUAFL

Nissan ARIYA: Rafmagnaður

Nissan ARIYA front view on the highway

AKSTUR Á RAFMAGNI

Rafmögnuð ökuferð

Með e-4ORCE-tækni, tvöföldum rafmótor og byltingarkenndu alhjóladrifskerfi skilar ARIYA óblendnum aksturstöfrum. Taktu af stað með tafarlausu togi á öllum fjórum. Leggðu undir þig ný landsvæði með góðu gripi í öllum veðrum. Taktu hárnákvæmar beygjur. Og njóttu hverrar sekúndu á mjúkri siglingu.

Nissan ARIYA overhead view cornering in a scenic environment

DRÆGNI OG HLEÐSLA

Beint af augum

Ferðastu frjáls um heiminn. Með allt að 500 km drægni² nær ekkert að halda aftur af þér. Valið á milli rafhlaðna og tví- eða fjórhjóladrifa skilar þér drægninni sem þú vilt. Ertu að flýta þér? Með hraðhleðslu nærðu allt að 300 km drægni á u.þ.b. 30 mínútum. ¹ ²

AKSTURSAÐSTOÐ OG ÖRYGGI

Tækni á hámarki, streita í lágmarki

Upplifðu meiri öryggistilfinningu. Akstursaðstoðartækni² veita þér stuðning af ýmsu tagi. Akstur á hraðbrautinni? Þröngt bílastæði? Leyfðu Nissan ARIYA að rétta þér hjálparhönd. ³

1/2 ProPILOT með Navi-Link

ARIYA er með ProPilot tækni sem er ætlað að gera ferðalagið þitt öruggara, auðveldara og þægilegra … án þess að ánægju ökumannsins sé fórnað. ³ ⁴

Nissan Ariya ProPilot Navi-link

1/2 ProPILOT Park

Haltu ProPILOT Park-hnappinum inni. Sjáðu svo hvernig Nissan ARIYA tekur flugið. ⁴

Nissan Ariya ProPilot park

1/2 Sjónlínuskjár

Hafðu mikilvægar upplýsingar í sjónlínunni. Sjáðu ökuhraðann, leiðsögukerfið og stöðu ProPILOT-kerfisins. ⁴

Nissan Ariya Head-up Display

HÖNNUN

Straumhvörf við sjóndeildarhringinn

ARIYA er glæsilegt dæmi um nýja sýn hjá Nissan. Samfelld lárétt lína kemur í staðinn fyrir margbrotnar útlínur. Ný og mjó LED-aðalljós loga þegar dimmir og hverfa síðan á daginn. Gólfið í innanrýminu er flatt og farþegar upplifa vandaða setustofustemmningu.

TENGIMÖGULEIKAR

Vertu í sambandi með orðum eða snertingu

Notaðu nýjar leiðir í samskiptum við Nissan ARIYA. Tengstu heiminum í kringum þig hnökralaust og fáðu sem mest út úr hverri upplifun.

1/2 Alexa Built-In⁹

Með Alexa Built-In⁹ geturðu notað raddskipanir til að spila tónlist, finna kaffihús eða jafnvel stjórna snjallheimilinu.⁶

Nissan ARIYA person speaking to illustrate Amazon Alexa built-in voice commands

1/2 Intelligent-leiðavalkerfi

Veldu bestu ferðaáætlunina fyrir aðstæður hverju sinni, með hleðslustöðvum á leiðinni.

Nissan ARIYA touch-screen showing Intelligent Route Planner

1/2 NissanConnect Services App ⁵

Finndu bílinn, sæktu upplýsingar um áfangastaði og margt fleira í Nissan ARIYA – allt innan seilingar. ⁷

2022 Nissan Ariya smartphone with NissanConnect app displayed

ÚTFÆRSLUR OG TÆKNILÝSING

Veldu ARIYA sem hentar þinni tilveru

Þú finnur ARIYA sem kemur þér á hreyfingu – hvort sem þú sækist eftir betri aksturseiginleikum, akstursgetu sem þolir ævintýraferðir eða veglegt akstursdrægi.

1/2 ARIYA 63kWh

Next-generation technology for daily commuting and family outings.

Nissan ARIYA grille badge

1/2 ARIYA 87 kWh

Longer range when you want to escape the city.

Nissan ARIYA LED headlamps

1/2 ARIYA e-4ORCE 87 kWh

Power, performance and range, when you want it all.

Nissan ARIYA center console detail
Nissan Ariya accessories

AUKAHLUTIR

Lagaðu ARIYA að þínum lífsstíl

Fáðu sem mest út úr lífinu með Nissan ARIYA. Lyftu þér upp á hverjum degi með vönduðum aukabúnaði sem er sérhannaður fyrir ARIYA. Verndaðu bílinn, auktu fjölhæfni hans enn frekar og settu þitt lokamark á bílinn til að eignast fullkominn ARIYA fyrir þig.

Algengar spurningar

arrow-icon
Sjá allt

Myndir og lýsingar eru aðeins til viðmiðunar. Í sumum tilfellum eru myndirnar af bílum sem ekki eru ætlaðir íslenskum markaði og vísa ekki til tiltekinnar bílgerðar, útfærslu eða tilboðs. Búnaður í boði fer eftir útgáfu og er ýmist staðalbúnaður eða aukabúnaður (gegn aukagjaldi).

1 WLTP-prófun bíður samþykkis eftirlitsaðila árið 2022

2 WLTP tölur sem sýndar eru eru til samanburðar. Talnagildi kunna að breytast út frá fjölmörgum áhrifaþáttum, t.d. aukabúnaði, ástandi rafhlöðu, hita- og loftstýringu, viðhaldi, aksturslagi og áhrifaþáttum sem ekki tengjast tæknibúnaði, s.s. veðurskilyrðum, raunverulegu leiðarvali o.s.frv. Raunniðurstöður kunna að vera aðrar. 

3 Ekki reiða þig eingöngu á aðstoðarkerfi fyrir ökumann. Hugsanlega virkar búnaður ekki við allar aðstæður og skilyrði. Hraðatakmarkanir og aðrar takmarkanir eiga við. Upplýsingar um skilmála varðandi tækni Nissan fást hjá söluaðila Nissan eða á www.nissan.is/ 

4 ProPILOT Assist er aðeins í boði í tilteknum gerðum bíla. ProPILOT Assist er framúrskarandi akstursaðstoðartækni en getur ekki komið í veg fyrir árekstur. ProPILOT Assist er ætlað til notkunar á þjóðvegum með hendur á stýri og augun á veginum (þar sem gagnstæðar akreinar eru aðskildar með vegriðum). Ökumaður ber fulla ábyrgð á að vera meðvitaður um umhverfi sitt, aka á löglegum hraða og á öruggan máta miðað við akstursaðstæður hverju sinni og geta tekið við stjórn bílsins hvenær sem er.

5 Þú þarft að vera með NissanConnect-notandareikning til að nota NissanConnect-þjónustu og þarft að skrá hann og þig inn á NissanConnect með notandanafni og aðgangsorði. Til að nota NissanConnect-forritið, sem er í boði endurgjaldslaust, þarftu að eiga snjallsíma með samhæfu iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-korti með gagnaeiginleika, auk fyrirliggjandi eða nýrrar farsímaáskriftar hjá símafyrirtæki. Öll þjónusta er háð þjónustusvæði farsímakerfis.

6 Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess

7 Tenging við farsíma til að hægt sé að nota Nissan Connect skal eingöngu fara fram þegar bíllinn er kyrrstæður í öruggu bílastæði. Notkun kerfisins skal ávallt vera í samræmi við umferðarreglur. Ökumenn skulu eingöngu nota kerfið þegar aðstæður leyfa. Notendur skulu hafa í huga mögulega hættu á að handfrjáls búnaður dragi athyglina frá veginum og kunni að skerða fulla stjórn ökumanns á ökutækinu.

8 Upplýsingarnar byggja á gögnum úr innanhússprófunum. Upplýsingarnar eru leiðbeinandi og vísa ekki til neins tiltekins bíls. Upplýsingar teljast ekki hluti af tilboðinu. Talnagildi kunna að breytast út frá fjölmörgum áhrifaþáttum, t.d. aukabúnaði, ástandi rafhlöðu, hita- og loftstýringu, viðhaldi, aksturslagi og áhrifaþáttum sem ekki tengjast tæknibúnaði, s.s. veðurskilyrðum, raunverulegu leiðarvali o.s.frv. Raunniðurstöður kunna að vera aðrar. Nissan áskilur sér rétt til að breyta reiknivélinni hvenær sem er. 

9 Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess