A - HEILDARLENGD
Hannaður utan um þína tilveru. Í LEAF er rýmið veglegt og allt sem þú þarft er á sínum stað – allt frá USB innstungum í fram- og afturrými til rúmgóðrar og notadrjúgrar farangursgeymslu.
TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR
A - HEILDARLENGD
B - HJÓLHAF
C - HEILDARBREIDD
(MEÐ SPEGLUM)
D - HEILDARHÆÐ
(MEÐ 19" ÁLFELGUM)
FARANGURSRÝMI
LÍTRAR - UNDIR BÖGGLAHILLU
A - RÝMI Í FARANGURSGEYMSLU MEÐ AFTURSÆTI
B - HÁMARKSBREIDD FARANGURSRÝMIS
HÁMARK MEÐ SÆTIN NIÐRI - VDA
MEIRA TOG, MEIRA AFL
Þar sem 100% togsins er ávallt tiltækt er hröðunin í rafmótorum Nissan LEAF tilkomumikil, en um leið mjúk. Þegar aflinu og sparneytninni er bætt við er útkoman pakki sem hentar hvar sem er – á þjóðveginum, innan bæjarmarkanna og á hefðbundnum vegum. Hér færðu nánari tæknilýsingar á nýstárlegu rafmótorunum okkar.
147 HP
Hámarksvélarafl (1)
147 HP
Hámarksvélarafl (1)
147 HP
Hámarksvélarafl (1)
320 NM
Hámarkstog
320 NM
Hámarkstog
320 NM
Hámarkstog
7.9 SEK
0-100 KM/KLST
7.9 SEK
0-100 KM/KLST
7.9 SEK
0-100 KM/KLST
214 HP
Hámarksvélarafl (1)
214 HP
Hámarksvélarafl (1)
214 HP
Hámarksvélarafl (1)
340 NM
Hámarkstog
340 NM
Hámarkstog
340 NM
Hámarkstog
6.9 SEK
0-100 KM/KLST
6.9 SEK
0-100 KM/KLST
6.9 SEK
0-100 KM/KLST
SVEIGJANLEIKINN MÆTIR ÖLLUM ÞÖRFUM
Veglegt 435 cm2 farangursrýmið í Nissan LEAF ræður við öll verkefni, hvort sem það er síðdegisgolf eða ferð á ströndina. Til að auka þægindi og sveigjanleika eru aftursætin með 60/40 skiptingu og lágt gólf í farangursrýminu til að auðvelda flutning á þungum hlutum.
VOTTAÐUR AKSTUR
Árið 2018 kynnti Euro NCAP til sögunnar nýjar prófanir þar sem sjónum var beint að árekstrum þar sem bílar, reiðhjólafólk og gangandi vegfarendur komu við sögu. Nýr Nissan LEAF hlaut einkunnina 93% fyrir öryggi fullorðinna farþega og 86% fyrir slysavarnir barna. Nýr Nissan LEAF státar af hinu stjörnum prýdda ProPILOT-kerfi frá Nissan sem inniheldur háþróuð akstursaðstoðarkerfi, myndavélar og ratsjártækni sem m.a. greina gangandi vegfarendur [2]. Ökumenn á nýjum Nissan LEAF geta því notið öruggari akstursupplifunar sem hefur hlotið fimm stjörnu öryggiseinkunn frá Euro NCAP.
Hin virta merking European New Car Assessment Program (Euro NCAP) stendur fyrir Green NCAP-vottun, sem hvetur til þróunar á bílum sem menga lítið, eru sparneytnir og skaða ekki umhverfið, með því að veita viðurkenningar sem hvetja framleiðendur til að bæta loftgæði og ýta undir hófsama notkun náttúruauðlinda.
LEAF er flaggskip Nissan Intelligent Mobility og er skýrt merki um viðleitni okkar til að breyta aflgjöfum bíla og notkun þeirra í samfélagi og umhverfi. Þökk sé tæknilausnum sem tryggja enga útlosun í LEAF fékk þessi mest seldi rafbíll sögunnar 10 af 10 mögulegum í einkunn í Clean Air-prófunum og tryggði sér um leið sess í forystusveit umhverfisvænna ökutækja.
(1) Tölur um drægi eru fengnar með prófunum á rannsóknarstofum í samræmi við löggjöf ESB og eru hugsaðar til að gera samanburð á mismunandi tegundum bíla. Upplýsingarnar vísa ekki til neins tiltekins bíls og eru ekki hluti af tilboði. Ekki er víst að tölurnar endurspegli raunverulegan akstur. Aukabúnaður, viðhald, aksturshegðun og þættir sem eru ekki tæknilegs eðlis, eins og veðurskilyrði, geta haft áhrif á raunverulega útkomu. Tölurnar eru úr nýja WLTP-prófunarferlinu (Worldwide Harmonized Light Vehicles Test Procedure).
Myndir og lýsingar eru aðeins til viðmiðunar. Í sumum tilfellum eru myndirnar af bílum sem ekki eru ætlaðir íslenskum markaði og vísa ekki til tiltekinnar bílgerðar, útfærslu eða tilboðs. Búnaðurinn á myndunum er hugsanlega ekki í boði, er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða er aðeins í boði sem aukabúnaður (gegn aukagjaldi).