Reiknaðu með hraðri hleðslu, miklu drægi og endalausu fjöri. Með glænýjum nissan-tæknilausnum ber nýr og 100% rafknúinn nissan leaf þig hvert sem er og gerir það með stæl.
EINFALDLEGA ÓTRÚLEGUR
100% rafknúinn
Reiknaðu með hraðri hleðslu, miklu drægi og endalausu fjöri. Með glænýjum nissan-tæknilausnum ber nýr og 100% rafknúinn nissan leaf þig hvert sem er og gerir það með stæl.
NÝR NISSAN LEAF ER 100% RAFKNÚINN OG LOSAR ENGAN ÚTBLÁSTUR
Finndu fyrir mættinum í eldsnöggri hröðun og farðu hvert sem er og enn lengra – án þess að fylla á bensíntankinn. Upplifðu snjallari, öruggari og einfaldari leið í akstri, sem veitir þér auk þess meira sjálfstraust og spánnýja ánægjutilfinningu. Skiptu yfir í nýjan Nissan LEAF, háþróaðasta rafbílinn í umferð.
FINNDU FYRIR SPENNUNNI SEM FYLGIR ALVÖRU AFKASTAGETU
Gefðu inn, hemlaðu og stöðvaðu bílinn – allt með einu fótstigi. Já! Í nýjum Nissan LEAF er hið þægilega E-PEDAL™ allt sem þarf. Það er einfalt og skemmtilegt í notkun og með því hefurðu enn betri stjórn á bílnum.
FÁÐU AÐSTOÐ ÞEGAR ÞÖRF ER Á
Virkjaðu Nissan ProPILOT og þá grípur kerfið inn í til að halda bílnum á miðjum veginum, fylgjast með blindsvæðum, hægja eða auka hraða bílsins og stöðva hann í umferðarteppum eða á einbreiðum vegum.
FÁÐU BETRI YFIRSÝN
Það er leikur einn að leggja í stæði – ProPILOT Park sér um það fyrir þig. Engar hendur, engir fætur – þú situr bara kyrr og nýtur útsýnisins. Í nýjum Nissan LEAF þarftu aðeins að fylgjast með þegar lagt er í stæði.
ALVEG NÝ UPPLIFUN FYRIR SKYNFÆRIN
Nissan Intelligent Mobility breytir allri upplifun þinni af bílnum. Ímyndaðu þér bíl þar sem aðeins er notað eitt fótstig til að gefa inn, hægja á bílnum og stöðva; bíl sem leggur vel í stæði upp á eigin spýtur og tekur þátt í að vernda þig fyrir aðsteðjandi hættum. Þegar allur búnaðurinn í Nissan Intelligent Mobility er nýttur breytist venjuleg bílferð í veislu fyrir skynfærin.
DRÆGI OG HLEÐSLA
Hleðslan hefur aldrei verið hraðvirkari og auðveldari en á nýjum Nissan LEAF. Með einni hleðslu kemstu lengra en nokkru sinni fyrr, þökk sé nýrri og afkastamikilli rafhlöðu.
HRAÐHLEÐSLA Í AKSTRI
Notaðu Chademo-snúruna til að tengjast hleðslustöðvum og fáðu hleðslu úr 20% í 80% á 60 mínútum. Hleðslustöðvarnar eru ávallt í mesta lagi í 80 km fjarlægð hjá söluaðilum Nissan.
HRAÐHLEÐSLA HEIMA VIÐ
Þú getur hlaðið nýjan Nissan LEAF til fulls á innan við 6 klst. með 7 kW Nissan-heimahleðslubúnaðinum sem skilar tvöföldum hraða. Þessi búnaður er sérhannaður fyrir rafbílaeigendur og hann er hraðvirkasti heimahleðslubúnaður Nissan til þessa.
Uppgefnar tölur fyrir hleðslutíma eru fyrir 40kWh rafhlöðu. Hleðslutími er háður hleðsluaðstæðum, tegund hleðslutækja, hitastigi rafhlöðu og umhverfishita við hleðslustað.
Vísbending um hraðan hleðslutíma krefst notkunar á CHAdeMO hraðhleðslutæki. Rafmagnsbílar frá Nissan eru búnir öryggisbúnaði sem vernda rafhlöðu ef hann er settur í hraðhleðslu oft á stuttum tíma.
Ef stuðst er við hraðhleðslu oft á stuttum tíma (Þrisvar eða oftar) gæti öryggisbúnaðurinn orðið virkur og verður þá hleðslutíminn lengri.
Það hefur aldrei verið auðveldara og hraðvirkara að hlaða Nissan LEAF þegar þú ert á ferðinni. Nú þegar geturðu nýtt þér þúsundir CHAdeMO-hraðhleðslustöðva og öflugra hleðslustöðva og á hverjum degi bætast við fleiri hleðslustöðvar fyrir almenning.
TILKOMUMIKIL HÖNNUN
Farþegarými sem einkennist af fallegum, bláum áherslulit, flæðandi þaklína, aflíðandi framendi og hálfglært, bláleitt V-laga grill – þetta er bíll sem verðskuldar „vá!“ Kynntu þér kraftmikla hönnun nýs Nissan LEAF.
NÝTT OG RENNILEGT ÚTLIT
Einkennandi LED-aðalljós, svört þakvindskeið að aftan, skyggðar rúður – nýr fimm sæta Nissan LEAF er 100% rafknúinn og hefur aldrei verið glæsilegri.
PANTAÐU NÝJAN NISSAN LEAF NÚNA
Kíktu í heimsókn til söluaðila Nissan í dag til að panta þér 100% rafknúinn Nissan LEAF. Veldu á milli níu yfirbyggingarlita eða skelltu þér á tvílita útgáfu í svörtu og hvítu og njóttu allt að 270 km drægis með búnaðinum í Nissan Intelligent Mobility, þar á meðal e-Pedal™ og ProPILOT.
TENGING VIÐ LÍFIÐ UNDIR STÝRI
Vertu ávallt með tengingu undir stýri með því að samþætta snjallsímann og styðjast þannig við stillanlegt upplýsingaflæði um ökuferðina. Í nýjum Nissan LEAF verður allt snjallara og skemmtilegra.
SAMÞÆTTING VIÐ FARSÍMA
HANDFRJÁLS SÍMTÖL
TÓNLIST OG HLEÐSLA
Stökktu um borð í nýjan Nissan LEAF, ýttu á hnappinn og aktu af stað. Með Nissan Intelligent-lykilinn í veskinu eða vasanum verður allt miklu einfaldara.
Við hjá Nissan trúum á sjálfbæra framtíð og erum sannfærð um að hún verði aðeins að raunveruleika ef við grípum strax til aðgerða. Þess vegna erum við leiðandi á sviði rafknúinna samgöngulausna með það að markmiði að þróa snjallborgir og skapa betri og snjallari framtíð í dag.
Taktu þátt í rafmagnsbyltingunni. Sestu undir stýri í bíl framtíðarinnar, strax í dag. Nissan býður upp á einstakt úrval fólksbíla og sendiferðabíla sem ganga eingöngu fyrir rafmagni. Fyrsta flokks afköst og nýjasta tækni gera þér kleift að njóta akstursins í sátt við umhverfið.
Myndir eru aðeins til viðmiðunar. Í sumum tilfellum eru myndirnar af bílum sem ekki eru ætlaðar íslenskum markaði og vísa ekki til tiltekinnar bílgerðar, útfærslu eða tilboðs. Búnaður á myndunum er hugsanlega ekki fáanlegur eða kann að vera bundinn við tilteknar útfærslur.