[1] ProPILOT er aðeins í boði í tilteknum gerðum bíla og aðeins í bílum með sjálfskiptingu. ProPILOT er framúrskarandi akstursaðstoðartækni, en getur ekki komið í veg fyrir árekstur. ProPILOT er ætlað til notkunar á þjóðvegum, með hendur á stýri og augun á veginum (þar sem gagnstæðar akreinar eru aðskildar með vegriðum). Ökumaður ber ábyrgð á að vera meðvitaður um umhverfi sitt, aka á löglegum hraða og á öruggan máta miðað við akstursaðstæður hverju sinni og geta tekið fulla stjórn á bílnum hvenær sem er.
[2] Ekki reiða þig eingöngu á aðstoðarkerfi fyrir ökumann. Hlutar búnaðarins virka hugsanlega ekki við allar aðstæður og skilyrði. Hraðatakmarkanir og aðrar takmarkanir eiga við. Upplýsingar um skilmála varðandi tækni Nissan fást hjá söluaðila Nissan eða á www.nissan.is/
[3] Tenging við farsíma til að hægt sé að nota NissanConnect skal eingöngu fara fram þegar bíllinn er kyrrstæður í öruggu bílastæði. Notkun kerfisins skal ávallt vera í samræmi við umferðarreglur. Ökumenn skulu eingöngu nota kerfið þegar aðstæður leyfa. Notendur skulu hafa í huga mögulega hættu á að handfrjáls búnaður dragi athyglina frá veginum og geti haft neikvæð áhrif á stjórn á bílnum.
[4] Þú þarft að vera með NissanConnect Services-notandareikning til að nota NissanConnect-þjónustu og þarft að skrá hann og þig inn á NissanConnect Services með notandanafni og aðgangsorði. Til að nota NissanConnect-þjónustuforritið, sem er í boði endurgjaldslaust, þarftu að eiga snjallsíma með samhæfu iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-korti með gagnaeiginleika, auk fyrirliggjandi eða nýrrar farsímaáskriftar hjá símafyrirtæki. Öll þjónusta er háð þjónustusvæði farsímakerfis.
[5] Apple CarPlay og Android Auto eru í boði án endurgjalds, allt eftir gerð og/eða útfærslu. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Nissan eða í síma 525 8000.
false