[1] ProPILOT er aðeins í boði í tilteknum gerðum bíla og aðeins í bílum með sjálfskiptingu. ProPILOT er framúrskarandi akstursaðstoðartækni, en getur ekki komið í veg fyrir árekstur. ProPILOT er ætlað til notkunar á þjóðvegum, með hendur á stýri og augun á veginum (þar sem gagnstæðar akreinar eru aðskildar með vegriðum). Ökumaður ber ábyrgð á að vera meðvitaður um umhverfi sitt, aka á löglegum hraða og á öruggan máta miðað við akstursaðstæður hverju sinni og geta tekið fulla stjórn á bílnum hvenær sem er.
[2] Ekki reiða þig eingöngu á aðstoðarkerfi fyrir ökumann. Hlutar búnaðarins virka hugsanlega ekki við allar aðstæður og skilyrði. Hraðatakmarkanir og aðrar takmarkanir eiga við. Upplýsingar um skilmála varðandi tækni Nissan fást hjá söluaðila Nissan eða á www.nissan.is/
[3] Tenging við farsíma til að hægt sé að nota NissanConnect skal eingöngu fara fram þegar bíllinn er kyrrstæður í öruggu bílastæði. Notkun kerfisins skal ávallt vera í samræmi við umferðarreglur. Ökumenn skulu eingöngu nota kerfið þegar aðstæður leyfa. Notendur skulu hafa í huga mögulega hættu á að handfrjáls búnaður dragi athyglina frá veginum og geti haft neikvæð áhrif á stjórn á bílnum.
[4] Þú þarft að vera með NissanConnect Services-notandareikning til að nota NissanConnect-þjónustu og þarft að skrá hann og þig inn á NissanConnect Services með notandanafni og aðgangsorði. Til að nota NissanConnect-þjónustuforritið, sem er í boði endurgjaldslaust, þarftu að eiga snjallsíma með samhæfu iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-korti með gagnaeiginleika, auk fyrirliggjandi eða nýrrar farsímaáskriftar hjá símafyrirtæki. Öll þjónusta er háð þjónustusvæði farsímakerfis.
[5] Apple CarPlay og Android Auto eru í boði án endurgjalds, allt eftir gerð og/eða útfærslu. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Nissan eða í síma 525 8000.
Áreiðanlegar tæknilausnir
Nissan Intelligent Mobility skilar þér betri tengingu, meira sjálfstrausti og aukinni stjórn á bílnum. Kerfið færir þér meðvitund um veginn framundan og kemur jafnvel til hjálpar þegar þörfin er mest². Með Nissan Intelligent Mobility verður streitan undir stýri í lágmarki og þannig getur þú einbeitt þér að veginum framundan. Upplifðu framtíðina – núna.

Njótu akstursins með ProPilot
SNJALL AKSTUR

Streita undir stýri heyrir sögunni til: Nissan ProPILOT [1] sér um það. Með einum hnappi sér kerfið um ýmis dagleg viðfangsefni, s.s. að elta næsta bíl fyrir framan og halda forstilltri fjarlægð, að stöðva og aka aftur af stað í takti við flæðið í umferðinni og að halda bílnum á miðri akreininni. Það virkar eins og viðbótaraugu sem fylgjast með öllu – og kemur þér til hjálpar þegar þörf er á.

Nissan Propilot Park
Hér eftir verður aldrei vesen að leggja í stæði. ProPILOT Park² er valbúnaður í Tekna-útfærslum sem mjakar þínum LEAF varlega inn í stæðið og stjórnar stýringunni, inngjöfinni og hemlunum. Kerfið finnur meira að segja sjálft laus stæði; þú þarft bara að velja gerð stæðisins, halla þér aftur og láta ProPILOT Park um að leysa málið.
AKSTUR MEÐ E-PEDAL-FÓTSTIGI
KRAFTMIKLIR AKSTURSEIGINLEIKAR MEÐ LÁGRI ÞYNGDARMIÐJU
Eftirlitstækni fylgist með athygli ökumannsins
SJÁÐU MEIRA OG UPPLIFÐU MEIRA

Intelligent-umhverfismyndavélakerfi
Hvernig væri að reka bílinn aldrei aftur utan í gangstéttarbrúnina? Jafnvel þrengstu stæði verða leikur einn – fjórar myndavélar skila 360° loftmynd af Nissan LEAF, auk þess sem hægt er að velja nærmyndir á skiptum skjá af umhverfinu framan og aftan við bílinn og til hliðar við hann. Kerfið lætur auk þess vita ef hlutir eru á hreyfingu nálægt bílnum⁴.

Aksturstækni tryggir hnökralausan akstur
Á bakvið tjöldin í Nissan LEAF er að finna kynngimagnaða tækni sem vinnur gegn truflunum við hraðahindranir, beygjur og brekkur; tækni sem skilar mýkri, þægilegri og nákvæmari akstri í hverri ökuferð.
Árvökull ökumaður með aðstoð
Háljósin lækkuð tímabundið til að trufla ekki aðvífandi ökumenn og hvíldaráminning fyrir ökumanninn – Nissan LEAF státar af ótal Intelligent Mobility-eiginleikum sem geta gripið inn í og gert vegina þægilegri, ánægjulegri og öruggari fyrir alla. [2]

NissanConnect [3] – upplýsinga- og afþreyingarkerfi, hvert sem leiðin liggur
VERTU Í SAMBANDI

Tækni sem færir þér allan heiminn
Í Nissan LEAF sér Nissan Intelligent Mobility™ öllum í bílnum fyrir tengingu, upplýsingaflæði og afþreyingu. Þú getur skoðað stöðuna á dræginu, samstillt snjallsíma sem er samhæfður, tengt tónlistina þína, forritin og margt fleira.

NissanConnect-þjónustuforritið – Þú ræður ferðinni
NissanConnect-þjónustuforritið [4] er hannað fyrir Nissan LEAF og með því færðu aðgang að ótal eiginleikum rafbílsins. Viltu fínstilla þægindin í bílnum áður en þú ferð upp í hann? Viltu athuga hvaða drægi er tiltækt eða skoða núverandi hleðslustöðu? Þetta og margt fleira geturðu gert í forritinu.
APPLE CARPLAY® og ANDROID AUTO™
Ertu á leið á mannamót? Ertu að skoða heiminn? Með Siri® eða Google Maps™ til leiðsagnar og samþættingu við APPLE CARPLAY® og ANDROID AUTO™ [5] er öll þín afþreying innan seilingar.

Stillanlegur skjár fyrir þig
TÆKNI SEM FRÆÐIR OG SKEMMTIR