Nissan rafbílar
Nýsköpun er í genunum okkar. Það byrjaði allt þegar Nissan var frumkvöðull í fyrsta rafbílnum árið 1947. Í dag höfum við aukið framboð rafbíla og erum leiðandi í sölu rafknúna ökutækja í heiminum. Við framleiðum ekki eingöngu rafknúin ökutæki með háþróaðri tækni sem er aðgengileg öllum, heldur höfum við einnig hafið framleiðslu orkulausna fyrir heimili og fyrirtæki. Við erum rétt að byrja.
RAFMAGNAÐ LÍF
Nissan er leiðandi í raflausnum til að móta betri borgir og sjálfbærari lífsstíl.
HVERNIG OG HVAR
GET ÉG HLAÐIÐ NISSAN-RAFBÍLINN MINN?
Þú getur hlaðið bílinn þinn heima við og á ferðinni. Stöðug fjölgun hleðslustöðva fyrir rafbíla og nýjungar sem flýta fyrir og auðvelda hleðslu tryggja áhyggjulausan akstur rafbíla í amstri hversdagsins.
HVERS VEGNA ÆTTI ÉG AÐ AKA RAFBÍL?
Skjót og hljóðlát hröðun, ánægjan af sjálfbærari akstri og einfaldara viðhald, svo fátt eitt sé nefnt.
AÐ EIGA RAFBÍL FRÁ NISSAN
Nýjungar í rafhlöðutækni sem tryggja þér framúrskarandi kraft og drægi. Það hefur aldrei verið auðveldara að eiga rafbíl frá Nissan. Auk þess gerir NissanConnect EV-forritið þér kleift að skoða upplýsingar um bílinn og fylgjast með honum.