Nissan electric vehicles parked behind Quick Charger

HVERNIG OG HVAR GET ÉG HLAÐIÐ NISSAN-RAFBÍLINN MINN?

Þú getur hlaðið bílinn þinn heima við og á ferðinni. Stöðug fjölgun hleðslustöðva fyrir rafbíla og nýjungar sem flýta fyrir og auðvelda hleðslu tryggja áhyggjulausan akstur rafbíla í amstri hversdagsins.

Line Graphic
Nissan LEAF plugged into garage charger

HVER ER HLEÐSLUTÍMINN?

Þú getur gengið að bílnum fullhlöðnum á hverjum morgni eftir góðan nætursvefn. Allt sem þarf er venjuleg heimilisinnstunga. Hleðsla rafbíla frá Nissan úr lítilli hleðslu í 100% hleðslu tekur um 7,5 klukkustundir þegar 40 kWh-rafhlaðan er tengd við heimahleðslustöð. Rafbílar frá Nissan eru auk þess með hraðhleðslutengi sem býður upp á 80% hleðslu á um klukkustund þegar eknar eru lengri ferðir.

Nissan e-NV200 delivery van parked next to Quick Charger

HVAÐ KOSTAR AÐ HLAÐA?

Allt veltur það á því hvar þú hleður. Rafmagnskostnaður á hvern kílómetra í rafbíl verður þó alltaf aðeins brot af kostnaðinum við að fylla á bíl með bensíni eða dísilolíu.