NISSANCONNECT SERVICES APP

Gríptu símann og sestu inn í bílinn! Fylgdu því næst eftirfarandi einföldum skrefum til að byrja að nota tengda þjónustu.

 

NISSANCONNECT SERVICES APP

Gríptu símann og sestu inn í bílinn! Fylgdu því næst eftirfarandi einföldum skrefum til að byrja að nota tengda þjónustu.

 

NISSANCONNECT SERVICES APP

Gríptu símann og sestu inn í bílinn! Fylgdu því næst eftirfarandi einföldum skrefum til að byrja að nota tengda þjónustu.

Skref 1

Sækja

 

Sæktu NissanConnect Services app í snjallsímann eins og hvert annað forrit af App Store eða Google Play Store.

 

Sækja í Apple Store

Sækja í Google Play Store

Skref 2

Innskráning eða nýskráning

 

Stofnaðu NissanConnect Services aðgang í appinu eða skráðu þig inn ef þú ert nú þegar með reikning.

 

Skref 3

Sláðu inn verksmiðjunúmer bílsins (VIN) í appið

 

Þú finnur 17 tölustafa verksmiðjunúmerið á skráningarvottorði bílsins eða þegar þú horfir inn í bílinn, á horni mælaborðsins þar sem það liggur að framrúðunni ökumannsmegin.

 

Skref 4

Birtu pörunarkóðann á skjá bílsins

 

Kveiktu á upplýsinga- og afþreyingarkerfinu og veldu eftirfarandi á upphafssíðunni: „Info > NissanConnect Services > Information Channels > Account Information > Car Pairing Code“ (upplýsingar > NissanConnect-þjónusta > upplýsingarásir > reikningsupplýsingar > pörunarkóði bíls). Ef mappan „Account information“ (reikningsupplýsingar) birtist ekki skaltu velja „Edit Channel List“ (breyta rásalista) og velja svo „Yes“ (já). Flettu því næst aftur á síðuna „Account information“.

 

Skref 5

Sláðu pörunarkóðann inn í appinu

 

Farðu í appið og sláðu inn pörunarkóðann. Hann staðfestir að búið sé að virkja þjónustuna þína. Um leið og það er búið er allt til reiðu. Njóttu samtengds aksturs!