Skyggnst inn í framtíðina

ÞAR SEM DRAUMABÍLAR ÞÍNIR VERÐA AÐ VERULEIKA.

„Hugmyndir okkar spretta af þeim tilfinningalegu væntingum sem viðskiptavinir gera til bílsins og við reynum ekki bara að uppfylla þær, heldur gera enn betur“.

– Shiro Nakamura, Senior Vice President and Chief Creative Officer, Nissan Motor Co., Ltd.

Nissan Concept 2020 Vision Gran Turismo
NISSAN CONCEPT 2020 Vision Gran Turismo

NISSAN CONCEPT 2020 VISION GRAN TURISMO

Frá sýndarveruleika til raunheima og aftur til baka. Ungir hönnuðir hjá Nissan svöruðu kallinu frá framleiðendum Gran Turismo 6 fyrir PlayStation 3 og sköpuðu draumabíl til að halda upp á 15 ára afmæli leiksins. Þessi ofursýndarbíll var kynntur sem raunverulegur bíll á Goodwood Festival of Speed síðasta sumar. En hverjir voru svo heppnir að fá fyrstir að aka honum í raun og veru? Auðvitað GT6 spilarar. Verður framleidd raunveruleg útgáfa sem mun aka upp Goodwood hæð árið 2020? Það kemur í ljós ...