Hugmyndabílar Lannia Concept
Lannia hugmyndabíllinn bætist við ört stækkandi fjölskyldu bíla þar sem áherslan er lögð á kínverska markaðinn. Hann var hannaður af kínverskum hönnuðum, smíðaður af Kínverjum fyrir kínverska markaðinn – en á endanum fyrir allan heiminn. Lannia hugmyndabíllinn á að vera frumkvöðull á sviði stallbaka og er hann útkoma öflugs samstarfs Nissan Design China í Peking og Nissan Global Design Center. Hann hefur til að bera öfluga, rennilega og lipra hönnun í takt við smekk og gildismat ungu kynslóðarinnar í Kína.