Ítarlegt kort og umferð í rauntíma [4]
Vertu í tengingu við umheiminn
Quasquai er tæknilegur samstarfsaðili þinn. Þú getur gert ótrúlegustu hluti með raddskipunum eða léttri snertingu.

Einfaldaðu líf þitt
VERTU Í SAMBANDI

NISSANCONNECT-ÞJÓNUSTA
Notaðu NissanConnect-forritið til að fá aðgang að fjarstýrðri þjónustu, snjöllum viðvörunum, „leit að bílnum mínum“, leiðsögn frá einum stað til annars, akstursferil og -greiningu og fleira.
Ástand bílsins
Fáðu upplýsingar um hjólbarðaþrýsting, smurolíuþrýsting, ástand hemla og fleira. [1]

Þú getur rakið leiðina að áfangastað, fengið tilkynningar og tengst þráðlaust við Qashqai með farsímanum.
ÞÆGINDI OG AKSTURSÞJÓNUSTA

Ítarlegt kort og umferð í rauntíma [4]
Ítarlegt kort og umferð í rauntíma [4]
Finndu réttu leiðina með ítarlegum kortum og umferð í rauntíma sem hjálpa þér að forðast umferðarteppur. Það hefur aldrei verið jafn auðvelt að ferðast á milli staða. Hægt er að sjá nákvæmar leiðsöguupplýsingar á 9 tommu NissanConnect-skjánum, mælaborðinu eða á sjónlínuskjánum.

Alexa og Google Assistant™
Þú getur notað Nissan Action (fyrir Google Assistant™) eða Skill (fyrir Alexa®) til að blikka ljósunum, athuga hvort hurðirnar séu læstar, senda áfangastað í leiðsögukerfi Qashqai og fleira með fjarstýringu. Segðu bara „OK Google (eða Alexa) ask Nissan“ til að nýta þér þessi ótrúlegu þægindi.[1] [6]
Þráðlaust Apple CarPlay og þráðlaus hleðslustöð [4]
Qashqai notar þráðlaust Apple CarPlay [2] til að draga úr snúrufarganinu og býður upp á þráðlausa hleðslu fyrir samhæfa snjallsíma. Android Auto er einnig fáanlegt en um snúru. Og með Wi-Fi í bílnum [3] sem getur tengt mörg tæki í einu, auk USB-A og USB-C tengja að framan og aftan, geta allir verið tengdir auðveldlega. [4]

TAKTU NÆSTA SKREF
[1] Ekki reiða þig eingöngu á aðstoðarkerfi fyrir ökumann. Hugsanlega virkar búnaður ekki við allar aðstæður og skilyrði. Hraðatakmarkanir og aðrar takmarkanir eiga við. Upplýsingar um skilmála varðandi tækni Nissan fást hjá söluaðila Nissan eða á www.nissan.is/
[2] Tenging við farsíma til að hægt sé að nota Nissan Connect skal eingöngu fara fram þegar bíllinn er kyrrstæður í öruggu bílastæði. Notkun kerfisins skal ávallt vera í samræmi við umferðarreglur. Ökumenn skulu eingöngu nota kerfið þegar það er óhætt. Notendur skulu hafa í huga mögulega hættu á að handfrjáls búnaður dragi athyglina frá veginum og geti haft neikvæð áhrif á stjórn á bílnum.
[3] Hægt er að nota Wi-Fi í bílnum með innbyggðri og þráðlausri internettengingu. Samstarfsaðilar okkar sjá um að flytja gagnapakka í reiki [Orange eða önnur tengd fyrirtæki á hverjum stað] og fellur þessi þjónusta undir skilmála viðkomandi aðila. Núna er Wi-Fi í bílnum í boði gegn aukagjaldi eða áskrift. Frekari upplýsingar fást á www.nissan.xx eða hjá söluaðila Nissan.
[4] Búnaður í boði fer eftir útgáfu og er ýmist staðalbúnaður eða aukabúnaður (gegn aukagjaldi)
[5] Rakning á stolnu ökutæki er í boði gegn aukagjaldi eða áskrift. Frekari upplýsingar fást á www.nissan.is eða hjá söluaðila Nissan. Verður aðeins tiltækt í Bretlandi, Frakklandi, Þýskalandi, Spáni og á Ítalíu
[6] Amazon, Alexa og öll tengd merki eru vörumerki Amazon.com, Inc. eða hlutdeildarfélaga þess
Myndir og lýsingar eru aðeins til viðmiðunar. Í sumum tilfellum eru myndirnar af bílum sem ekki eru ætlaðir íslenskum markaði og vísa ekki til tiltekinnar bílgerðar, útfærslu eða tilboðs. Búnaður á myndunum er hugsanlega ekki í boði, er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða aðeins í boði sem aukabúnaður.