[1] Þú þarft að vera með NissanConnect Services-notandareikning til að nota NissanConnect-þjónustu og þarft að skrá hann og þig inn á NissanConnect Services með notandanafni og aðgangsorði. Til að nota NissanConnect-þjónustuforritið, sem er í boði endurgjaldslaust, þarftu að eiga snjallsíma með samhæfu iOS- eða Android-stýrikerfi og SIM-korti með gagnaeiginleika, auk fyrirliggjandi eða nýrrar farsímaáskriftar hjá símafyrirtæki. Öll þjónusta er háð þjónustusvæði farsímakerfis.
[2] Wi-Fi tengingin í bílnum er alltaf háð áskrift sem þarf að greiða fyrir. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Nissan eða í [símanúmer/netfang].
[3] Tenging við farsíma til að hægt sé að nota NissanConnect skal eingöngu fara fram þegar bíllinn er kyrrstæður í öruggu bílastæði. Notkun kerfisins skal ávallt vera í samræmi við umferðarreglur. Ökumenn skulu eingöngu nota kerfið þegar aðstæður leyfa. Notendur skulu hafa í huga mögulega hættu á að handfrjáls búnaður dragi athyglina frá veginum og kunni að skerða fulla stjórn ökumanns á ökutækinu.
[4] Apple CarPlay og Android Auto eru í boði án endurgjalds, allt eftir gerð og/eða útfærslu. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Nissan eða í [símanúmer/netfang].
[5] Gjaldfrjáls þjónusta (Nissan í Google-hjálpara, akstursferill og -greining, Nissan-hjálp og -aðstoð, bilunaraðstoð, ástand bílsins, rafhlöðustjórnun – aðeins í rafbílum) er í boði í sjö ár, allt eftir gerð og/eða útfærslu. Frekari upplýsingar fást hjá næsta söluaðila Nissan eða í [símanúmer/netfang].
Myndir og lýsingar eru aðeins til viðmiðunar. Í sumum tilvikum eru myndirnar af bílum sem ekki eru ætlaðir íslenskum markaði og vísa ekki til tiltekinnar bílgerðar, útfærslu eða tilboðs. Búnaður á myndunum er hugsanlega ekki í boði, er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða er aðeins í boði sem aukabúnaður. (gegn aukagjaldi)
Tækni sem hjálpar þér
Tengdu lífið við Juke-bílinn. Farðu beint í uppáhaldsforritin þín, leyfðu farþegunum að taka þátt í gleðinni með heitum Wi-Fi reit og notaðu Google hjálparann til að athuga hvort þú læstir Juke-bílnum ekki örugglega.

NissanConnect þjónusta [1]
VERTU Í SAMBANDI

Wi-Fi í bílnum
Fyrsta flokks tengimöguleikar fyrir öll! Með því að nota heitan Wi-Fi reit í Juke-bílnum [2] geturðu tengst mörgum fartölvum með Wi-Fi, leikjatölvum, snjallsímum og spjaldtölvum í bílnum.
Hnökralaus tenging við allt sem skiptir þig máli
ÞÆGINDI OG AKSTURSÞJÓNUSTA
NissanConnect®-tæknin [3] gerir þér kleift að sérsníða hvernig þú tengist. Þú stingur bara í samband til að tengjast samhæfum snjallsíma. Allt er þetta hluti af Nissan Intelligent Mobility sem tengir þig við umheiminn á ábyrgan hátt.

Apple Carplay®
Ertu á leið á mannamót? Þarftu að komast á eitthvert? Spyrðu Siri®. Með raddstýringu Siri® í Apple CarPlay® í Juke-bílnum geturðu náð í tengiliðina þína, notað uppáhaldsskilaboðaforritin þín, iTunes®-safnið, Apple Music®-spilunarlista, Apple Maps og meira til. Stingdu einfaldlega samhæfum iPhone® í samband til að hefjast handa. [4]
Android Auto™
Vertu með stað og stund ferðalagsins á hreinu. Juke og Google kort™ hjálpa þér að komast í næsta tíma og Google hjálparinn sér til þess að dagskráin sé á hreinu. Veldu lag, breyttu áfangastað eða svaraðu SMS án þess að sleppa stýrinu með því að nota hundruð tiltækra raddskipana. [4]


Amazon Alexa og Google Assistant™
Til þjónustu reiðubúin. Þökk sé samþættingu Amazon Alexa og Google hjálpara geturðu tengst Nissan Juke hvar sem þú ert og athugað stöðuna á honum með raddstýringu. [5]
Advanced Drive Assist-skjár
HALTU EINBEITINGU
Einbeittu þér að því mikilvægasta: akstrinum. Litaskjár Juke-bílsins birtir allt það mikilvægasta svo að þú þurfir sem minnst að líta af veginum – allt frá nákvæmri leiðsögn yfir í öryggisviðvaranir – og bíllinn getur jafnvel látið þig vita þegar hann telur að þú þurfir aðeins að hvíla þig.

Akstursaðstoð
Einbeittu þér að því mikilvægasta: akstrinum. Litaskjár Juke-bílsins birtir allt það mikilvægasta svo að þú þurfir sem minnst að líta af veginum – allt frá nákvæmri leiðsögn yfir í öryggisviðvaranir – og bíllinn getur jafnvel látið þig vita þegar hann telur að þú þurfir aðeins að hvíla þig.