Intelligent-neyðarhemlun með greiningu gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks
Nissan Intelligent Mobility bætir öryggi, tengingu og ánægju
Ferðastu öðruvísi með Nissan Intelligent Mobility [1]. Njóttu þess að hafa betri yfirsýn yfir veginn, fá aðstoð eftir þörfum og hnökralausa tengingu á milli Juke-bílsins og snjallsímans. Þetta er framtíð aksturs. Og þetta gæti ekki verið auðveldara.

Nýir tímar í akstri
SNJALLARI AKSTUR

Framtíðin verður enn snjallari með Nissan ProPILOT [2]. Akstursaðstoðartækni í fremstu röð auðveldar akstur á þjóðvegum svo ferðalagið verður snjallara og skemmtilegra. Í boði í völdum útfærslum og gírskiptingum.
Fáðu aðstoð þegar á þarf að halda
AÐSTOÐ ÞEGAR Á ÞARF AÐ HALDA

Intelligent-neyðarhemlun með greiningu gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks
Intelligent-neyðarhemlun með greiningu gangandi vegfarenda og hjólreiðafólks
Intelligent-neyðarhemlun [1] er háþróaður eiginleiki akstursaðstoðar sem fylgist með hraðanum og fjarlægðinni á milli þín og ökutækjanna fyrir framan þig. Kerfið getur látið þig vita þegar þú þarft að hægja á þér og það getur einnig hemlað sjálfkrafa til að koma í veg fyrir eða draga úr alvarleika framanákeyrslu – hvort sem það greinir gangandi vegfaranda á gangbraut, einhvern á hjóli á akbrautinni eða bíl fram undan.

Intelligent-umhverfismyndavélakerfi
Leggðu bílnum án þess að skaða stoltið eða felgurnar. Intelligent-umhverfismyndavélakerfið auðveldar þér að leggja bílnum með 360° loftmynd af JUKE-bílnum þínum. Þú getur valið á milli nærmynda á skiptum skjá til að sjá að framan, aftan og til hliðanna. Það birtir einnig viðvörun á skjánum þegar það greinir eitthvað á ferð nærri bílnum þínum. [1]
Gerum alla að betri bílstjórum
TÆKNI SEM PASSAR UPP Á SMÁATRIÐIN
Taktu næsta skref
[1] Ekki reiða þig eingöngu á aðstoðarkerfi fyrir ökumann. Hlutar búnaðarins virka hugsanlega ekki við allar aðstæður og skilyrði. Hraðatakmarkanir og aðrar takmarkanir eiga við. Upplýsingar um skilmála varðandi tækni Nissan fást hjá söluaðila Nissan eða á www.nissan.is/
[2] ProPILOT er aðeins í boði í tilteknum gerðum bíla og aðeins í bílum með sjálfskiptingu. ProPILOT er framúrskarandi akstursaðstoðartækni, en getur ekki komið í veg fyrir árekstur. ProPILOT er ætlað til notkunar á þjóðvegum, með hendur á stýri og augun á veginum (þar sem gagnstæðar akreinar eru aðskildar með vegriðum). Ökumaður ber ábyrgð á að halda athygli, aka á löglegum hraða og á öruggan máta miðað við ástand vegar hverju sinni og geta tekið við stjórn bílsins hvenær sem er.
Myndir og lýsingar eru aðeins til viðmiðunar. Í sumum tilvikum eru myndirnar af bílum sem ekki eru ætlaðir íslenskum markaði og vísa ekki til tiltekinnar bílgerðar, útfærslu eða tilboðs. Búnaður á myndunum er hugsanlega ekki í boði, er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða er aðeins í boði sem aukabúnaður. (gegn aukagjaldi)