Sparneytni og skilvirkni
Snjallorka fyrir nýjan heim
Qashqai býður upp á tvær aflrásir sem njóta góðs af sérþekkingu Nissan á rafknúnum ökutækjum til að ná fram frábærum afköstum en draga jafnframt úr losun koltvísýrings.
Sparneytni hefur aldrei verið eins spennandi
MILD HYBRID

Sparneytni og skilvirkni
Sparneytni og skilvirkni
Með samhliða kerfi næst meiri sparneytni og skemmtilegri akstur. Kerfið er búið litíumrafhlöðu sem varðveitir orku sem endurheimt er við hemlun. Varðveitta orkan gerir vélinni kleift að drepa á sér á litlum hraða (að hámarki 18 km/klst. og AÐEINS með stiglausri gírskiptingu) eða þegar bíllinn er kyrrstæður til að auka sparneytni og draga úr losun koltvísýrings [1]. Notkun áls í hurðar, vélarhlíf og bretti hefur ennfremur dregið úr þyngd bílsins og bætt afköst hans.

Tiltækar gírskiptingar
Veldu þér skemmtun. Vertu við stjórnvölinn á þínum Quashqai með sex gíra beinskiptingu sem skilar mjúkum og snörpum gírskiptingum. Ef þú kýst sjálfvirka skiptingu býður næsta kynslóð Xtronic stiglausrar gírskiptingar upp á mjúkan og stöðugan akstur og skiptirofar á stýrinu auðvelda þér stjórnina.
Snjallt aldrif með 5 stillingum
Snjalla aldrifið í Qashqai flytur aflið hnökralaust til hjólanna og veitir þér fulla stjórn á bílnum. Á krefjandi undirlagi eykur aflið til fram- og afturhjóla veggripið. Á sléttum vegum flytur kerfið afl til framhjólanna til að auka skilvirkni. Og með fimm akstursstillingum úr að moða tryggir Qashqai akstursupplifun að þínu skapi.

Eco Mode
Normal Mode
Sport Mode [3]
Snow Mode [3]
Off-road Mode [3]
Fullkomin blanda bensínvélar og rafmótors
e-POWER

Spennandi aksturstilfinning rafbílsins sameinuð þægindum bensínvélarinnar
Spennandi aksturstilfinning rafbílsins sameinuð þægindum bensínvélarinnar
Spennandi aksturstilfinning rafbílsins sameinuð þægindum bensínvélarinnar
Áður en langt um líður verður Qashqai fáanlegur með e-POWER-aflrás [2] sem sameinar rafbílatækni og þægindi bensínvéla, með viðbragðsgóðri inngjöf, óviðjafnanlegri mýkt og ofurhljóðlátum akstri. Hefðbundnir hybrid-bílar nota bensínvélina til að knýja hjólin en e-POWER nýtir aftur á móti bensínvélina til að framleiða rafmagn (sem varðveitt er í rafhlöðunni og rafmótorinn nýtir sér) sem leiðir af sér mikla drægni og hljóðlátan akstur.
TAKTU NÆSTA SKREF
[1] Rafmagnsnotkun (Wh/km): blandaður akstur 180–206; losun koltvísýrings í blönduðum akstri (g/km): 0. Engin losun koltvísýrings við akstur. > Starfstöðvar staðfæra miðað við markaðsaðstæður
[2] e-POWER kemur á markað vor 2022
[3] aðeins í boði með fjórhjóladrifi
Myndir og lýsingar eru aðeins til viðmiðunar. Í sumum tilfellum eru myndirnar af bílum sem ekki eru ætlaðir íslenskum markaði og vísa ekki til tiltekinnar bílgerðar, útfærslu eða tilboðs. Búnaður á myndunum er hugsanlega ekki í boði, er hugsanlega ekki staðalbúnaður eða aðeins í boði sem aukabúnaður (gegn aukagjaldi).